Vissuð þið um Sturlu

Hann hefur búið í húsi sínu frá því í hruninu án þess að borga neitt.

 

Hann skrifaði undir lánin sem liggja á húsinu.

 

Eina sem hann er að segja að bankastofnunin heitir ekki SPRON lengur heldur Arion. Hverjum er ekki sama?

Svo reyndar vantar frumritið sem hefur skolast til við flutningin frá SPRON.

 

Hann ætlar að hanga á þessum staðreyndum fram í rauðan dauðann.

 

Honum er alveg sama þó hann fékk lánað og þarf að borga til baka. Hann hefur engan áhuga á að standa í skilum.

 

kv

Sleggjan 


mbl.is „Engin lög virt hér á landi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef ég man rétt, þá vinnur þú í banka, eða allavega vannst í banka.

Þér finnt það greinilega aukaatriði að það eru þegar fallnir tugir dóma í Hæstarétti sem segja að lánveitandi, ekki lántakandinn ber ábyrgð á því að fjármálafyrirtækin voru í ólöglegri lánastarfsemi.

Það skiptir banksterann engu máli, hann vill bara fá að halda áfram að hundsa bæði lög og dómstóla.

Þér finnst það ekki skipta neinu máli að bankinn hafi engin frumrit, bara ljósrit í höndunum.

Og geti ekki með nokkru móti sannað að hann eigi þessi skuldabréf.

Það skiptir banksterinn engu máli, hann vill bara fá að halda áfram að hundsa bæði lög og dómstóla.

Þér finnst það ekki skipta neinu máli að dómar sem hafa fallið um að lántakandinn eigi að bæta lánveitanda lögbrot banksterans séu augljós brot á neytendavernd ESB sem okkur ber að hlíða í gegnum EES.

Það skiptir banksterinn engu máli, hann vill bara fá að halda áfram að hundsa bæði lög og dómstóla.

Þú meira segja viðurkennir að þetta séu staðreyndir, en finnst bara óþolandi að hann sé að hanga á þeim.

banksterinn vill bara fá að halda áfram að fara sínu fram, hvað sem lög og dómstólar segja.

Sturla er flottur, hann sækir sinn rétt fyrir dómistólum eins og siðuðum mönnum sæmir.

Banksterinn, sem eftir áralanga skipulagða glæpastarfsemi í fjármálakerfinu hefur fengið á sig tugi dóma fyrir glæpi sína hins vegar hagar sér eins og ótíndur mafíósi og neytir aflsmunar gegn Sturlu og öðrum lántakendum.

Tuddast áfram, hvað sem lög og dómstólar segja, vitandi að þetta er tapað.

Það verður sjálfsagt ekki minna vælið í þér þegar lántakendur vinna bankana í verðtryggðu lánunum líka.

Þá fyrst áttu eftir að grenja.

Sigurður (IP-tala skráð) 23.9.2014 kl. 00:20

2 Smámynd: sleggjuhvellur

Af hverju ætti Sturla að krefast sönnnunnar á þvi að hann eigi lánið þegar hann veit innst inni að hann eigi lánið?

Kallar þú það ekki óheiðarleika?

p.s. ég vinn ekki í banka, hvellurinn vann í banka en ekki lengur.

kv

Sleggjan

sleggjuhvellur, 23.9.2014 kl. 01:20

3 identicon

Thad er vegna thess ad sa sem er med frumritid getur innheimt krofuna aftur seinna!

Bankinn gaeti verid buin ad selja krofuna, eru tvi midur daemi um thad.

snorri (IP-tala skráð) 23.9.2014 kl. 02:01

4 Smámynd: Jón Þór Helgason

Bankinn getur innheimt kröfuna með að vísa í millifærsluna. En þá tapar hann öllum ákvæðum skuldabréfsins.

En það er merkilegt að bankarnir geti innheimt án þess að vera með undirrituð skjöl. Þó að maðurinn skuldi, á bankinn að fara eftir lögum.

Þetta mál tengist ekki því hvort hann geti borgað eða ei, heldur frekar hvort stjórnkerfið þyki eðlilegt að bankarnir fái að valsa með eignir fólks eins og þeim hentar.

Ástæðan fyrir því að erfitt er að láta banka fara á hausinn er akkurat að bankarnir eru bundir af skilmálum sem er ekki hægt að framselja. Því er þessi deila frekar um rétt Sturlu til að ráðstafa sínum eignum miðað við gerða samninga en um hvort hann skuldar.

Jón Þór Helgason, 23.9.2014 kl. 04:02

5 identicon

Af hverju leggur Sturla Jónsson þá ekki afborganir lánsins inn á biðreikning þar til það hefur verið útkljáð hverjum hann skuldar?

Þá gæti hann allavega sannað það fyrir dómi (og alþjóð í hans tilfelli) að hann hafi fullan áhuga á að borga sínar skuldir. En það að njóta góðs af skuldsettum eignum og greiða ekki krónu af lánum í mörg ár, er ekkert annað en lögbrot (og þar að auki fullkomlega siðlaust)!

Og rétt eins og maður er saklaus uns sekt er sönnuð, þá eru bæði útgáfa og útfærsla verðtryggðra lána í fullu samræmi við gildandi landslög. Þó að grunur um óréttmæti þeirra hafi skapast á meðal fólks (sem flest veit ekki einu sinni hvað verðtrygging er), þá gefur það engum manni rétt á að haga sér eins og um ólögleg lán væru að ræða! Og hvað þá að hætta algjörlega að greiða af því!

Það að réttlæta margra ára vanskil með því að vísa í einhvern "kannski-dóm" um réttmæti þessara lána, er ekki bara ólöglegt, heldur líka siðlaust í garð þeirra einstaklinga sem fjármögnuðu lánin hans!

Atli Bjarnason (IP-tala skráð) 23.9.2014 kl. 06:57

6 Smámynd: sleggjuhvellur

Sammála Atla

Sturla er ekki að koma hreint fram í þessu máli.

Hann er hinsvegar örugglega temmilega sáttur að búa frítt í húsnæði sínu í þessi mörgu ár.

kv

slegg

sleggjuhvellur, 23.9.2014 kl. 07:00

7 identicon

Fólk eins og Sturla eru snýkjudýr - og snýkjudýr geta verið bölvuð plága.

Dude (IP-tala skráð) 23.9.2014 kl. 07:12

8 Smámynd: Benedikt Helgason

Að væla út afslátt af góðum vinnubrögðum er jafn íslenskt og súrt slátur. Bankar sem eru að innheimta lán án þess að vita hvar frumritið af skuldabréfinu er niður komið hafa einfaldlega ekkert að gera í fjármálastarfsemi.

Benedikt Helgason, 23.9.2014 kl. 08:30

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sturla er ekki að biðja um afskriftir eins og kennitöluflakkara-ofurskuldararnir. Hann er að fara fram á löglega málsmeðferð dómsstóla.

Finnst fólki það virkilega til of mikils ætlast, að sjálftöku-embættisstjórnsýslan og dómsstólar virði stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, ásamt kröfu um réttlát lög og siðmenntaðar verklagsreglur?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.9.2014 kl. 10:48

10 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Bankar fara einfaldlega ekki að lögum í landinu.  Um þetta eru ítrekuð dæmi.  Flestum er sama, bæði lántökum og bankafólki. Svo koma menn eins og Sturla, og fleiri og standa á rétti sínum, og þá koma svona færslur eins og á þessari síðu til að níða þá í svaðið fyrir að óska eftir að réttarkerfið fari að landslögum! 

Bankar hafa ekki einu sinni haft fyrir því að senda lántökum frumrit skuldabréfa sem eru uppgreidd! Ég krafði Arion banka um frumrit skuldabréfs þegar ég lauk við að greiða af því. Svör sem ég fékk í bankanum voru að þeir hefðu hætt að gera það eftri hrun. Ég vísaði í lög um að skylt væri að senda lántaka áritað frumrit skuldabréfs þegar greiðslum væri lokið. Á endanum fékk ég skuldabréfið sem og tilkynningu að Arion banki hefði ákveðið að breyta verklagi sínu og senda lántökum framvegis árituð skuldabréf þegar þau væru uppgreidd.

Söguna má lesa hér: http://rlingr.blog.is/blog/rlingr/entry/1308389/

Fólk verður að standa á rétti sínum gagnvart bönkum. Það gerir það enginn fyrir það.

Erlingur Alfreð Jónsson, 23.9.2014 kl. 12:39

11 Smámynd: Jón Þór Helgason

Sturla er sjálsvald sett hvort hann greiðir með peningum eða með að selja eignir. Hann getur líka valið að láta taka eignina af sér í uppboði. Allar þessar leiðir eru löglegar.

Það sem hann er greinilega að gera er að reyna að þvinga bankana til að fara eftir lögum. Hann telur sig hagnast af því og fer þá leið.

Hamarinn og Sleggjan hljóta að vera búnir að finna upp peningavel ef þeir telja að með einhverri aðferð sé hægt að búa frítt í húsi sem viðkomandi skuldar í.

Eða getur verið að bankinn sé að gera eitthvað ólöglegt og því nái hann ekki húsið af Sturlu?

Jón Þór Helgason, 23.9.2014 kl. 13:50

12 identicon

Íslenskir bankar framleiða krónur, hægri - vinstri, á kostnað landsmanna. Þeir virða engar siðareglur og búa sér til eigin leikreglur, sem yfirmenn bankanna eru að sjálfsögðu stikkfríir af. Svo kemur Sleggjuhvellurinn og vandar um við Sturlu fyrir að standa uppi í hárinu á bankaelítunni og bræðrum þeirra innan dómskerfisins!

Vissuð þið um Sturlu - hvað?

Vissuð þið um gjörspillta íslenska bankamafíu sem skammtar sér ofurbónusa á kostnað landsmanna?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 23.9.2014 kl. 17:20

13 identicon

Mér var vísað á dyr hjá íls þegar ég fór fram á að afborganir yrðu færðar inn á bréfið sem lög kveða þó á um að skuli gert.

GB (IP-tala skráð) 23.9.2014 kl. 17:31

14 identicon

Það vill svo til að ég þekki Sturlu hreint ekki neitt en
þeim mun betur þá stofna sem að honum standa.

Fjárreiður hans koma mér ekkert við og furða mig á
að lesa svo óvandaðan pistil og ómerkilegan og
virðist sem höfundur logi af öfund í garð Sturlu
framar öllu öðru.

Sturla er mér og vonandi sem flestum öðrum áminning um
hvað einstaklingur fær áorkað í eigin krafti og sannfæringu
þegar ég sem flestir aðrir þorðum ekkert að segja og
þögðum og hengdum haus sem hvumsa merar á árbökkum.

Hann er hluti samsvizku minnar sem ekkert aðhafðist
þegar við blasti einhver versta svívirða á sviði
fjármunaréttar sem ég hef augum litið og jafnframt þau
líf sem það tók og fyrirkom á þeim tíma.

Í mynd Michael More, Capitalism: A Love Story, má glöggt
sjá hvernig Bandaríkjamenn brugðust við með allt öðrum
hætti en við.
Almenningur keyrði bankana og þeirra helvítisvél í jörð
niður meðan við lögðumst niður sem lúbarðir rakkar
undir ok valdsins sem nýtti sér að enginn var
samtakamátturinn, - og létum einum manni það eftir að tala
fyrir okkar hönd!

Húsari. (IP-tala skráð) 24.9.2014 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband