Góð staðsetning, hlakka til að fara. Bíllaus lífstíll

Gísli Marteinn átti frumkvæðið að þessu kaffihúsi. Sagði vinum sínum að opna low budget kaffihús og þetta er afraksturinn.

 

Þó ég bý í 101 þá ætla ég að leggja leið mína í Kaffihús Vesturbæjar á næstu dögum. Hvet til atvinnustarfsemi í hverfum borgarinnar að frumkvæði íbúanna sjálfra en ekki hið opinbera.

Svo sá ég nýtt kaffihús sem kallast Kaffi Grensás. Það er staðsett við hliðina á Hringdu. Ætla koma þar við fljótlega.

 

Góð þróun. Með tímanum þá getur fólk farið gangandi á sitt hverfiskaffihús og þurfa ekki að leita til miðborgarinnar á bíl.

Bíllaus lífstíll.

kv

Sleggjan


mbl.is Fullt hús á Kaffihúsi Vesturbæjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var voða lítil stemning yfir þessari hjásetu Gísla og félaga.

http://www.dv.is/frettir/2013/1/27/nagrannar-stodva-volla-sjonvarpskokk/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.10.2014 kl. 16:43

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ljómandi góð viðskiptahugmynd - svona fyrir vesturbæinn.   Á kostnað R-101, væntanlega,  því þetta dæmi snýst um þjónustu en ekki verðmætasköpun.  

Kolbrún Hilmars, 6.10.2014 kl. 17:13

3 identicon

http://www.visir.is/langadi-ad-geta-kysst-bornin-sin-goda-nott/article/2013701219977

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 6.10.2014 kl. 17:50

4 Smámynd: sleggjuhvellur

Örugglega ekki á kostnað neins.

kv

Slegg

sleggjuhvellur, 6.10.2014 kl. 20:09

5 identicon

Hvernig reddar maður sér svona ókeypis auglýsingu ?

Óli Skans (IP-tala skráð) 7.10.2014 kl. 03:48

6 Smámynd: sleggjuhvellur

Ritstjórnarstefnan hér á bloggsíðunni er sjálfstæð og fæst ekki keypt.

kv

slegg

sleggjuhvellur, 7.10.2014 kl. 10:23

7 identicon

Afhverju spurði blaðamaðurinn ekki hvað leigan væri há og hver viðskiptahugmyndin væri í raun? Þegar þessum spurningum væri svarað, mætti gefa athafnamanninum tækifæri til að segja eitthvað fallegt um sjálfan sig. Fyrr ekki.

Jón (IP-tala skráð) 7.10.2014 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband