Læknarnir lugu - Hvellurinn eini sem sá í gegnum dólgsháttinn

Í læknadeilunni var Hvellurinn sá eini sem sá í gegnum lygar lækna. Og fékk mjög bágt fyrir. Ykkur er frjálst að skoða færslur í des-jan2014.

En Hvellurinn hafði rétt fyrir sér. Læknar eru ekki bara með jafngóð laun og í nágrannalöndunum heldur eru þeir með bestu laun á norðurlöndunum leiðrétt fyrir verðlag og skatta...

"Ef leiðrétt er fyrir verðlagi og sköttum kemur hins vegar í ljós að læknar á Íslandi eru með 15 prósent hærri heildartekjur að meðaltali en kollegar þeirra á Norðurlöndunum"

hvells

laun_laekna.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ruglar saman launum og tekjum. Það er ekkert undarlegt við það að maður sem vinnur 70 tíma á viku sé með hærri tekjur en maður sem vinnur 40 tímana, hann getur samt verið með lægri laun. Læknar fóru fram á hækkun launa, ekki tekna, og með eftirsóknarverðari störfum og fjölgun lækna getur það þýtt eðlilegan vinnutíma og lægri tekjur.

Ég er nokkuð viss um að sú hækkun lækstu launa sem verkalýðsforustan fer fram á núna miðast við hækkun taxtakaups en ekki fjölgun vinnustunda. Að miða við heildar tekjur frekar en taxtakaup kæmi sér vel fyrir vunnuveitendur, engar taxtahækkanir en 10 tíma vinnudagur og unnið á laugardögum.

Vagn (IP-tala skráð) 28.1.2015 kl. 00:18

2 identicon

Laun og tekjur eru það sama

Hvells (IP-tala skráð) 28.1.2015 kl. 12:10

3 identicon

Það sem er merkilegt í þessari "greiningu" ASÍ að þeir nota dagvinnulaun í samanburði sínum, en taka lækna eina út fyrir sviga og bera þar saman heildarlaun, Það er vitað að vinnutími lækna í Svíþjóð er að jafnaði miklu miklu styttri en á Íslandi. Það að þú hafir svipað fyrir 70-80 stunda vinnuviku með aukavinnu og meðal svíinn fyrir 38 stunda vinnuviku.Raunar er mikið af þessari vinnu þvinguð fram af mönnunarvanda íslenska heilbrigðiskerfisns í því að fólk vill ekki taka við keflinu. Raunar er Svíþjóð láglaunaland hvað varðar langskólamenntað fólk er er í raun hrjáð af ákveðnum atgerfisflótta.

Klárlega spilar aðstaðan í íslenska heilbrigðiskerfinu þungt og eins og ég skrifaði áður þá sýna tölur frá World Bank að Ísland miklu minna í heilbrigðiskerfið en þau lönd sem við viljum líkja okkur við. Útgjöldin hrundu í 2007 frá 6.100 dollara og þá vorum við á pari við Danmörk til 3.800 dollara frá hruni meðan Badaríkjamenn nota 9.000 dollara á haus og Norðmenn eru nærri þeim og Svíþjóð um 6.400 dollara.
Ef veita á 1.000 dollurum meira á haus í heilbrigðiskerfið þýðir það um 42 miljarða á ári. Við erum á hraðleið niður í 2. deild og það sést berlega á þeirri meðferð sem fólki er boðið upp á.


Megnið af íslenskum læknum eru fjölskyldufólk með börn og fæðingarorlof og annað vega þungt meðan við vitum hvernig þetta hefur farið á Íslandi. 

Húsnæðismál og há vaxtabyrði vega þungt.

Andri Geir Arinbjarnarsson var kom inn á þetta í sínum pistli
http://blog.pressan.is/andrigeir/2015/01/28/vaxtagjold-islands-haerri-en-grikklands/
"Miðað við landsframleiðslu eru skuldir Grikklands 175% en 97% á Íslandi. ...Vaxtagjöld íslenska ríkisins eru áætluð um 84 ma kr fyrir árið 2015 eða um 4.5% af landsframleiðslu.  Samkvæmt nýlegum útreikningi sem birtist í Financial Times voru vaxtagjöld gríska ríkisins 2.6% af landsframleiðslu árið 2014. M.ö.o. vaxtagjöld í Grikklandi eru um 40% lægri þó höfuðstólinn sé um 80% hærri!
Hver er útskýringin? Jú Grikkir njóta þess að vera í ESB og hafa ....Ef Ísland hefði aðganga að lánsfé á sömu kjörum og Grikkland væru vaxtagjöld ríkisins fyrir 2015 ekki áætluð 84 ma kr heldur 28 ma kr eða um 56 ma kr. lægri.  Fyrir þessa peninga væri hægt að tvöfalda fjármagn til Landsspítalans og eiga um 20 ma kr í afgang til að borga niður skuldir."

Gunnr (IP-tala skráð) 29.1.2015 kl. 14:56

4 identicon

http://www.vb.is/frettir/113641/
Raunar hefur það komið á daginn að menn voru að bera saman heildarlaun íslenskra lækna við dagvinnulaun lækna á Norðurlöndum þannig að menn fengu kolrangar tölur enda niðurstaðan tóm tjara eins og margt annað úr þeim brunni.

"Í samantekt ASÍ, sem gefin var út í vikunni, sagði að þegar heildartekjur lækna væru skoðaðar kæmi í ljós að heildartekjur íslenskra lækna eftir skatta og leiðrétt fyrir verðlagi væru hærri en tekjur starfsbræðra þeirra í Svíþjóð, Danmörku, Noregi og Finnlandi árið 2013. Þegar tekjurnar væru hins vegar óleiðréttar fyrir verðlagi væru þær hærri á hinum Norðurlöndunum að Svíþjóð undanskilinni.

Guðmundur Karl segist hafa leitað til sænsku hagstofunnar og sænsku læknasamtakanna um upplýsingar um það hvaða tölur ASÍ gæti þarna verið að nota. „Alveg skýrt er af svörum sænsku hagstofunnar að í tölum þeirra um meðallaun lækna eru ekki upplýsingar um greiðslur vegna yfirvinnu, vakta og bakvakta. Þessum upplýsingum er einfaldlega ekki safnað. Læknasamtökin sænsku hafa ekki heldur þessar upplýsingar. Ég fékk það einnig staðfest að tölurnar hjá hagstofunni, þ.e. "mánaðarlaun" lækna eru dagvinnulaun og miðað við tölurnar í samantekt ASÍ þá hafa þær verið notaðar í samantektinni sem heildartekur sænskra lækna. Augljóst er að ASÍ hefur ekki áttað sig á hvaða tölur þeir eru að nota. Umfjöllun ASÍ um laun lækna er því bara tóm þvæla og vitleysa og allur samanburður því út í bláinn. Þess utan hefði þeim verið í lófa lagið að bera saman meðal dagvinnulaun íslenskra lækna við kollegana á Norðurlöndum ef þeir hefðu haft fyrir því að leita eftir upplýsingum um það hjá Fjármálaráðuneytinu, sem þeir gerðu ekki eins og gert var fyrir aðrar stéttir í samantekt þeirra. Mætti spyrja sig að því hver raunverulegur ásetningur ASÍ hafi verið með svona vinnubrögðum.“

Þetta kemur fram í samskiptum Guðmundar Karls við sænsku hagstofuna og sænsku læknasamtökin sem Viðskiptablaðið hefur undir höndum."

Gunnr (IP-tala skráð) 29.1.2015 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband