Besta við HR

Það besta við HR er að flestir nemendur (fyrir utan lögfræðingana) munu fara út í atvinnulifið og skapa verðmæti fyrir land og þjóð.

Útskrifarnemendur frá HÍ frá hugvísindadeild mun bara kjósa XS og gera allt til þess að komast á opinbera spenann og verja hann með kjafti og klóm.

hvells


mbl.is 184 brautskráðust frá HR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður er menntakerfið ennþá á pre-hrun modus nú 7 árum frá hruni.
Draumurinn um alþjóðlegu fjármálamiðstöðina Ísland hrundi með braki og við erum álitin efnahagsleg molbúaeyja. Þurftum ölmusur og aðstoð IMF til að komast á fætur. Því miður held ég að það sé engin leið út úr höftunum. Á næstu árum mun bankakerfið þurfa að lifa við allt aðrar aðstæður og þá er hægt að skrúfa tilbaka fyrir aldamótin. Það mun þýða gríðarlegan niðurskurð. Tími þrotabúa, rannsókna og endurskipuleggingar er brátt liðinn. Hagnaður bankakerfisins er í raun ekki byggður á rekstri en uppfærlu veða og þetta getur nú hæglega snúist við og nú þurfa menn að ná ærlega niður kosnaðinum enda eru þetta lítið annað en litlir sparisjóðir í alþjóðlegu samhengi og í raun ekki viðurkenndir sem bankastofnir á lítilli 300.000 manna eyju í Atlandshafi enda er hlegið að íslenskum bankaábyrgðum og minna virði en bankaábyrgðir frá Nígeríu og það er faktisk satt. Menn töluðu um að aðgreina viðskipta og fjárfestingabanka en þær raddir eru þagnaðar. 
Það vantar verkfræðinga, raungreinamenntað fólk. Td. jarðfræðin/jarðeðlisfræðin er að draga inn í landið erlenda vísindastyrki og er í raun grundvöllurinn undir orkuöflun landsins. Raungreinadeilirnar eru sveltar enda kostar um 3-4 sinnum meira að mennta einn efnaverkfræðing en stjórnmálafræðing eða hagfræðing. Það þarf að skera niður samfélagsdeildirnar og hagfræðideildirnar enda gjörsamlega yfirmannað og leggja áherslu á nýsköpun þróun. Við erum með heimsmet í fjölda lögfræðinga og það er verið að moka þeim út í stórum stíl frá 4 svokölluðu háskólum. Enda borgað fyrir haus.
Stjórnkerfi Íslands er í raun yfirfullt og rétt yfir 300.000 manna smáþjóð hefur ekki efni á öðru eins en sóknarfærin eru í raun niðurskurður á sveitarstjórnarstiginu með sameiningu til að spara kosnað er ennþá sársaukafullt þegar bæjarstjórar á 600-5000 manna smábæjum eru á ofurlaunum miðið vi almenning.

Draumar um að færa íslenska hagkerfið yfir í aðra mynt er því miður lítið annað en draumsýn enda hafa Íslendingar hreinlega ekki efni á því. Norðmenn hafa sagt nei, Kanadamenn fara undan í flæmingi. Það er ekkert sem bannar okkur að taka upp US eða Ástralíu dollar en froðukrónurnar sem lifa sem tölur í bankerfinu gera til samans það háa upphæð að þetta er ekki raunhæft. Eini raunhæfi möguleikinn er Evran og hvort sem það yrði Evra eða önnur mynt mun þetta þýða algjörlega nýja hugsun í íslensku fjármálalífi. Við erum farin að sjá afleiðingar haftanna þar sem gróin alvöru fyrirtæki með alþjóðlegri eignaraðild eru að gefast upp enda er farið að renna upp fyrir allflestum að menn komast ekki út úr höftunum og hluti af núverandi stjórn vill jarða valmöguleikanna. 

Alvarlegasta ógnin við lífskjör á Íslandi er atgerfisflóttinn þar sem alvöru fyrirtæki skera sig út úr höftunum og fara og fólk með alþjóðlega viðurkennda menntun fer til að leita sér lífskjara og þetta fer því miður saman það er viðbúið að vinnumarkaðurinn verði fyrir vikið einhæfari og grynnri. 
Promens er að fara. Væntanlega fara Marel og Össur og þetta eru 3 stærstu félgin utan við sjávarútvegsgeiran á Íslandi. Síðan er CCP og þeir virðast í erfiðleikum með minnkandi vinsældum Eve Online og misheppnuðum og dýrum "prosjektum" og þeir þurfa alvöru fjármagn (þeas ekki haftakrónur) og fara bráðlega erlendis með höfuðstöðvar sínar.  Þrjú síðustu fyrirtækin eru raunar undanþegin höftunum að einhverrju leiti. Þannig að þessi skriða er farin af stað.

Gunnr (IP-tala skráð) 2.2.2015 kl. 07:28

2 identicon

Það er ánægjulegt að HR með gamla Tækniskólan innbyrðist að að það séu næstum helmingur (46%)sem útskrifast frá tækni- og verkfræðisviði og augljóslega þarf þetta að endurspeglast í fjárlögum til framhaldskólanna þannig að gæði námsins standist kröfur.

Gunnr (IP-tala skráð) 2.2.2015 kl. 07:40

3 Smámynd: sleggjuhvellur

Fín samantekit Gunnr. Ég er sammála með flestallt... nema sá kenningu að það er einhverskonar hagsmunarmál að mennta hér jarðfræðinga til þess að sækja um einvherskonar styrki erlendis. Ég er ekki að sjá að það sé eitthvað mikið hagsmunarmál miðað við hvað vel rekið alþjoðlegt fyrirtæki getur skilað í þjóðarbúið.

Við þurfum að ganga í ESB og taka upp Evru. Sammála því. Fyrirtæki hafa flutt í burtu frá höftum á Íslandi og önnur stækkka erlendis og þar með fækkar störfum á Íslandi.

Á meðan eru NEI sinnar með allt niðurm sig.

hvells

sleggjuhvellur, 2.2.2015 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband