Hræðsluáróður

"„Því miður verð ég að segja að mér fannst þessi mál­flutn­ing­ur embætt­is rík­is­lög­reglu­stjóra bera ein­kenni hræðslu­áróðurs. Það tel ég að sé hættu­legt þegar um svona mik­il­væg­an og viðkvæma mála­flokk eins og vald­heim­ild­ir lög­reglu er að ræða"

 

Ég er ekki oft sammála VG. En þarna er ég það algjörlega. Gerist svona einusinni á ári.

Þetta er hræðsluáróður og furðulegt að Guðlaugur Þór skuli taka þetta mál upp enda hægri maður og hann ætti því að vilja lágmarka völd ríkisins.

Svo er með ólíkindum með þessi félagslegu úrræði. Hvað er það að vera "öfga hægri" maður? Ég hef oft verið kallaður öfga hægri maður....  á ég að vera handtekinn og hennt ínn á geðdeild eða annað félagslegt úrræði?

hvells


mbl.is Lögreglan skapi ótta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: sleggjuhvellur

Skýringin liggur hérna:

http://eyjan.pressan.is/frettir/2015/02/23/haestirettur-hafnadi-gaesluvardhaldi-yfir-yfirlystum-fylgjanda-islamska-rikisins/

Klikkaðir múslimar viðurkenna beint út að þeir vilja fremja hryðjuverk hér á landi, gerist ekki skýrara. Oftast er þetta í skúmaskotum.

kv

Sleggjan

sleggjuhvellur, 26.2.2015 kl. 20:36

2 identicon

Ertu sammála eða ekki sammála? Þú villt ekki forvirkar rannsóknarheimildir þar sem allir glæpamenn segja það beint út að þeir séu hryðjuverkamenn? 

Hallur (IP-tala skráð) 26.2.2015 kl. 21:56

3 Smámynd: sleggjuhvellur

@Hallur

Það eru tveir með þessa bloggsíðu. Hvells og Sleggjan.

Það er kvittað undir hverja einasta bloggfærslu og hvert einasta komment. Ætti ekki að fara framhjá neinum.

Í þetta sinn hefur hvellurinn og sleggjan mismunandi skoðanir á þessu.

kv

Sleggjan

sleggjuhvellur, 26.2.2015 kl. 22:30

4 identicon

þetta sem höfurndur heldur framm er heimska. það sem  getur gerst í evrópu getur gerst hér og mun gerast hér alveg eins og allt annað. Helduru að hér séu td ekki til morðingjar, barnaníðingar og ofbeldismenn þó þeir séu ekki jafn margir og í lanndi sem er með 7 miljónir manna? Hér er engin her. Lögreglan óvopnuð og engin leyniþjónusta.. Sem þíðir bara þetta. Hér er gott að koma  til að fremja illvirki.

Svo bætast við þetta menn eins og síðuhöfundur sem eru svo fullir af umburðarlindi og trúgirni að það tekur engu tali. Já hér er gott að koma til að vinna fólki mein og það mun líka verða raunin og það fyrr en seinna. þökk sé vg pírötum  og kjánum eins og síðuhöfundi

ólafur (IP-tala skráð) 27.2.2015 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband