Nauðsynlegt frumvarp

Þetta er nauðsynlegt frumvarp. Þó fyrr hefði verið.

Það þarf að fækka þiggjendum hér  á landi. Alltof mikill skattpeningur fer í að halda uppi fólk serm er vinnufært.

Rannsóknir hafa líka sýnt að það hefur ekki góð áhrif á fullfæra einstaklinga að vera án vinnu. Þunglyndi bankar á dyrnar jafnvel. 

Erum að gera öllum greiða með þessu.

 

Svo má lækka skatta (útsvar) í samræmi við það sem sparast þegar folk fer af botum og á vinnumarkað.

Fyrir heimilin í landinu.

kv

Sleggjan


mbl.is Þriðjungur færi af bótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þú sniðgengur þrjú mikil væg atriði:

1. Það eru ekki allir fullkomlega vinnufærir.

2. Það eru ekki til störf við hæfi allra sem eru án atvinnu.

3. Sumir hafa næga vinnu, en vantar bara tekjur fyrir hana.

Annars er vel hægt að taka undir það að þeir sem eru vinnufærir eigi að fá vinnu við hæfi og mannsæmandi laun fyrir þá vinnu. Þú kannt kannski einhverjar lausnir á því að láta það ná til allra, svo enginn verði útundan? Það væri þá gaman að fá að vita meira um þær lausnir.

Fyrir heimilin í landinu.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.3.2015 kl. 11:25

2 Smámynd: sleggjuhvellur

Ja, Guðmundur, reynum að sjálfsögðu að finna lausn á þessu fyrir heimilin í landinu

1. Þeir sem eru ekki vinnufærir eru öryrkjar og fara þá í greiningu og verða skilgreindir sem slíkir. Þú segir fullkomlega vinnufærir, það þarf ekki að vera fullkominn, alls ekki.

2. Þarna þurfa atvinnuleytendur að minnka kröfur sínar tímabundið. Lögfræðingur má kannski sætta sig við annað starf en pjúra lögfræðistarf miðað við hvernig markaðurinn er. Svo smiðurinn getur verið handlangari á meðan smíðastaða losnar. ómenntað fólk þarf að fara að vinna á KFC þó það sé ekki það sem þau kjósa helst og mega að sjálfsögðu halda áfram að leita af vinnu samhliða störfum á KFC.Þarna er hægt að halda áfram endalaust.

3. Best væri að þiggja einungis vinnu sem er greitt fyrir. Er að sjálfsögðu að tala um það.

kv

Sleggjan

sleggjuhvellur, 4.3.2015 kl. 14:45

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Lýsing á vandamálinu er því miður engin lausn á því.

1. Það þarf þá að tryggja öryrkjum og öðrum sem eru óvinnufærir að lögmætum ástæðum, viðunandi framfærslu.

2. Þegar smiðurinn er orðinn handlangari, þá er handlangarinn orðinn atvinnulaus. Það er því engin lausn á þessu vandamáli.

3. Vissulega er best að þiggja vinnu sem er greitt fyrir. Til þess þarf hinsvegar að bjóðast vinna sem fólk getur unnið, miðað við menntun og aðra starfsgetu, og fengið mannsæmandi laun greidd fyrir hana.

Það væri gagnlegt að heyra um lausnir á þessu.

Frumvarpið sem þú kallar "nauðsynlegt" er ekki slík lausn, heldur þjónar fyrst og fremst þeim tilgangi að fækka fólki á atvinnuleysisskrá svo stjórnmálamenn geti hampað þeirri tölfræði og barið sér á brjóst.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.3.2015 kl. 15:04

4 Smámynd: sleggjuhvellur

1. Öryrkjar þurfa ekki að vinna, þeir sem eru á féló hjá sveitafélaginu eru ekki á öryrkjabótum heldur félagslegri framfærslu, og stór hluti af þeim eru þeir sem voru of lengi á atvinnuleysisbótum. Öryrkjar eru á vegum ríkisins og Tryggingastofnun á Laugaveginum greiðir þeim. Ég svona hélt þú vissir þetta Guðmundur minn, ég þarf þa að endurhugsa hversu skarpur þú ert.

2. Hér er ég einungis að tala um laus störf. Það vantar störf allstaðar, nægir að nefna atvinnuauglýsingarnar á netinu og í blöðunum. Er ekki að tala um vinnu sem er tekinn af öðru. Leiðréttis hér með.

3. Vona að viðkomandi fær vinnu við hæfi með ágætis launum. Svo á auðvitað að sníða sér stakk eftri vexti. Ég tek mig stundum sem dæmi. Ég var í láglaunastarfi í "góðærinu" svokallaða. Þar leigði ég mér herbergi í staðinn fyrir íbúð og keypti minn mat í lágvöruverðsverslunum. Ég ætlaðist ekki til þess að fá mína íbúð á mínum launum og væla svo í blöðum hvað er erfitt. 

kv

Sleggjan

sleggjuhvellur, 4.3.2015 kl. 17:33

5 Smámynd: sleggjuhvellur

Svo ég árétti : Öryrkjar fá sínar tekjur frá Ríkinu, ekki sveitafélögunum. Frumvarpið í fréttinni er um lög á þeim sem lifa á sveitafélaginu.

kv

Sleggjan

sleggjuhvellur, 4.3.2015 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband