Furðuleg fyrirsögn sem lætur SGS líta illa út

http://www.dv.is/frettir/2015/4/30/skurar-fyrir-sigmund-undir-lagmarkslaunum/

 

Skúrar fyrir Sigmund á lágmarkslaunum!

 

Ég er langt frá því að vera Framsóknarmaður, aldrei kosið þá og þetta er krabbamein í íslenskri pólítík.

 

Hins vegar finnst mer alltaf gott að menn njóti sannmælis.

 

Þarna er fyrirsögnin mjög léleg.

 

Fyrsta lagi er ekki verið að skúra fyrir Sigmund heldur vinnustaðinn hans. Stjórnarráðið og einhver ráðuneyti. Ímyndið ykkur ykkar vinnustað og þeir sem skúra þar eftir lokun á lélegum launum, er það eitthvað ykkur að kenna?

 

Svo er lágmarkslaun frekar teygjanlegt í þessu samhengi, þarna er einfaldlega verið að tala um að það er ekki borgað fyrir yfirvinnutímanna því skúrað er alltaf eftir kl 17. Það eru 70% starfsmanna á börum og verslunum á svokölluðu "jafnaðarkaupi" þannig þetta er frekar algengt.

kv

Sleggjan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband