7.6.2015 | 08:33
Að vissu leyti sammála
Burt séð frá þessu fjárkúgunarmáli þá er ég sammála Sigmundi þegar hann segir að Björt framtíð er engu skárri en aðrir flokkar þegar kemur að stjórnmálum. Björt framtíð segir að þeir eru betri en aðrir en þeir hafa staðið undir málþófi seinustu viku og mánuði undir liðnum "fundastjórn forseta" á Alþingi.
Með því eru þeir að sýna að þeir eru engu skárri en aðrir.
Og sú staðreynd að þeir hafa ávalt sagst vera miklu betri en hinir og falla svo á prófinu þá hrynur fylgið af þeim..... enda lítur út fyrir að BF dettur út af Alþingi næst. Sem er mjög sorglegt vegna þess að BF stóð sig vel í sveitastjórnarkosningunum. Þeir eru t.d í stjórn í Hafnarfyrði.
hvells
Pólitísk bellibrögð? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Dánarvottorð BF í prentaranum, blóm og kransar afþakkaðir.
kv
Sleggjan
sleggjuhvellur, 7.6.2015 kl. 14:14
Sælir félagar.
Nú verðið þið að hita upp eitthvað krassandi varðandi Evróusambandið og evruna. Stórtíðinda er að vænta af þeim vettvangi í lok þessa mánaðar.
Hint: Fréttirnar í lok þessa mánaðar munu ekki vera evrunni eða ESB hliðhollar. Þið þurfið því að semja einhvers konar varnarræðu.
Helgi (IP-tala skráð) 15.6.2015 kl. 07:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.