Miskunarlaus valdbeiting

" færðu lög­reglu­menn­irn­ir kon­una úr bíln­um með valdi, sneru niður í jörðina og hand­tóku hana"

er þetta rétt meðferð á íslenskum ríkisborgara? eða manneskju yfir höfuð?

Hún hefur ekki skaðað neinn.

Jújú undir áhrifum áfengis en hún hefði alveg eins geta stjórnað ökutækinu eins vel og næsti maður.

Þetta "war on drinking" er komið útí vitleysu.

hvells


mbl.is „Ég var bara að kafna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef hún var ekki bílstjórinn, hvaða rétt hefur löggan að skipta sér af henni yfirleitt? Búum við lögregluríki? Er bannað að vera ölvarðu farþegi í bíl? Ef ekki, hvaða nákvæmlega rétt hefur lögreglan skv. lögum til að handtaka hana? Ég myndi kæra lögregluna fyrir þetta.

Páll (IP-tala skráð) 31.10.2014 kl. 14:06

2 Smámynd: Hvumpinn

Drukkin drusla sem "man þetta frekar illa".  Hefði betur drullað sér í burtu eins og henni var sagt.

Hvumpinn, 31.10.2014 kl. 14:08

3 identicon

Hefur lögreglan sem sagt rétt til að segja fólki að "drulla sér í burtu" ef þannig liggur á henni, þó viðkomandi sé ekki að brjóta lög eða á bannsvæði/slysstað eða álíka.

Með lögum skal land byggja, idiot. Þetta snýst ekki um hvort þetta sé drukkin drusla eða eitthvað annað.

Páll (IP-tala skráð) 31.10.2014 kl. 14:19

4 Smámynd: sleggjuhvellur

Lögreglan hefur vald til þess að berja, handtaka, beita valdboði og svo framvegis í þágu ríkisins.

Þetta eru mikil völd og því ber að fara varlega með þetta vald.

Við erum manneskjur sem erum að búa í þessu landi. Við reynum að taka réttar ákvarðanir. Stundum gerir maður mistök. Stundum ekki. Það er óþarfi að þurfa að þola ofbeldi frá ríkinu ef maður verðu á.

Sérstaklega ekki þegar maður gerir engum örðum neitt.

hvells

sleggjuhvellur, 31.10.2014 kl. 15:49

5 identicon

Lögreglan hefur vald til að berja, handtaka, beita valdboði og svo framvegis í þágu ríkisins, EF það er gert í nafni laganna, þ.e. eftir öllum lögum og reglum. Það er ekki eins og lögreglan hafi leyfi til að gera bara hvað sem henni sýnist, ef þú heldur það. Heldurðu að lögreglan þurfi ekki að fara eftir lögum?

Ef þú gerir öðrum ekki neitt, og brýtur engin lög, þá hefur lögreglan engan rétt til að gera nokkuð við þig (nema kanski að stoppa ökumenn og láta þá blása).

Það kallast friðhelgi einkalífsins. 

Nákvæmlega það sama og t.d. að lögreglan þarf heimild frá dómstólum til að gera húsleit heima hjá þér.  

Lesið ykkur aðeins til um þetta. Þörf virðist á. Það er ástæða fyrir því að ákvæði um þessi mál eru í stjórnarskránni. (67.grein).

Páll (IP-tala skráð) 31.10.2014 kl. 17:08

6 identicon

...já og einnig,  líklega frekar 71.grein stjórnarskrárinnar (67.greinin segir að það megi engan svipta frelsi nema samkvæmt heimild í lögum):

  71. gr. [Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu.
Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega skerðingu á einkalífi manns.

Páll (IP-tala skráð) 31.10.2014 kl. 17:13

7 Smámynd: Ármann Birgisson

Voruð þið á staðnum þegar þetta átti sér stað þið sem kallið ykkur sleggjuhvellur og hvernig væri nú að hætta að skýla sér bak við viðurnefni og skrifa undir nöfnum,virkar frekar hugleysingjalegt.

Ármann Birgisson, 31.10.2014 kl. 19:26

8 identicon

Af hverju viltu vita hvað þeir heita?

Páll (IP-tala skráð) 31.10.2014 kl. 20:11

9 identicon

Hvaða rétt hafði löggan til að reka konuna burt? Var hún eitthvað að trufla? Ef ekki, þá var þetta hrein og klár misbeiting ofbeldis af hálfu löggunnar og er þetta ekki í fyrsta skiptið sem hún (löggan) lumbrar á konum, sem ekki getað vörn sér veitt vegna ölvunar.

Pétur D. (IP-tala skráð) 31.10.2014 kl. 21:39

10 identicon

Hún var inni í bílnum.

"Kon­an var ekki und­ir stýri held­ur farþegi og þrátt fyr­ir að ekki stæði til að hand­taka hana reynd­ist lög­reglu­mönn­um furðu erfitt að ná henni úr bíln­um. „Við höfðum gefið henni ít­rekuð fyr­ir­mæli um að fara af vett­vangi, sem hún gerði ekki. Hún festi sig inni í bíln­um með því að krækja fót­un­um í höfuðpúðana,“ "

Greinilega pöddufull, en inni í bílnum engu að síður.

Er stjórnarskráin ekki kennd í lögregluskólanum?

Páll (IP-tala skráð) 31.10.2014 kl. 23:26

11 identicon

Ef það stóð ekki til að handtaka hana, hvaða rétt hafði lögreglan til að skipa einhverjum ölvuðum farþega í bíl að fara eitthvað? Bíllinn telst sem einkaeign, eða munur (skv. stjórnarskrá), og það þarf því dómsúrskurð til að heimila lögreglunni að gera eitthvað með þennan bíl, eða farþega í honum. Lögreglan getur fjarlægt bílinn, ef hann truflar umferð, en hún hefur engan rétt til að fara inn í hann, og hvað þá að handtaka manneskju inn í bílnum fyrir að fara ekki út úr honum.  

Páll (IP-tala skráð) 31.10.2014 kl. 23:35

12 identicon

Lögregluni er heimilt að rýma svæði af mörgum ástæðum og mér sýnist þetta vera nógu almennt til að þetta byggist bara á mati lögreglu í hvert sinn.

.

15. gr. Aðgerðir í þágu almannafriðar, allsherjarreglu o.fl.

1. Lögreglu er heimilt að hafa afskipti af borgurunum til að halda uppi almannafriði og allsherjarreglu eða koma í veg fyrir yfirvofandi röskun til að gæta öryggis einstaklinga eða almennings eða til að afstýra afbrotum eða stöðva þau.

2. Í þessu skyni er lögreglu m.a. heimilt að taka í sínar hendur umferðarstjórn, banna dvöl á ákveðnum svæðum, svo sem með því að girða af eða hindra umferð um þau, taka í sínar vörslur hættulega muni, vísa á brott eða fjarlægja fólk, fyrirskipa stöðvun eða breytingu á aðgerðum eða starfsemi, fara inn á svæði í einkaeign og fyrirskipa brottflutning fólks af þeim.

Ef maður er ósáttur þá getur maður náttúrulega kært aðgerðir lögreglu. Sýnist það ekki ganga í þessu tilfelli samt.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 1.11.2014 kl. 10:33

13 identicon

Ef lögreglan getur hunsað stjórnarskrána að vild, þá þarf að endurskoða allar reglur þessu tengdar.

Hvernig flokkast almannafriður? Er þetta sem sagt allherjar-afsökunin hjá lögreglunni? Gildir þessi regla ekki bara um öll vafamál sem koma upp?

Stjórnarskráin virkar, nema þegar lögreglan vill það ekki?

Gæti lögreglan sýnt fram á að þessar reglur eigi við þegar stelpan var inni í bílnum. Hvernig raskaði hún almannafriðnum eða allherjarreglunni?

Hvaða fasistafábjánar settu þessar reglur? Eru þær æðri stjórnarskránni? 

Páll (IP-tala skráð) 1.11.2014 kl. 11:27

14 identicon

Þetta sem ég vitnaði í eru ekki reglur heldur lög, Lögreglulög til að vera nákvæmari.

.

Í þessu tilfelli var það Þorsteinn Pálsson sem setti lögin fyrir þing þegar hann var Dómsmálaráðherra.

Stjórnarskráin gerir síðan ráð fyrir slíku eins og sést á annari málsgrein 71. gr.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 1.11.2014 kl. 12:03

15 Smámynd: corvus corax

Svo semja löggurnar sögur til að vera samstíga í frásögn og skýrslum og enginn getur komið í veg fyrir meinsæri þeirra sem hlýtur að vera mjög algengt.

corvus corax, 1.11.2014 kl. 12:47

16 identicon

Vandamálið eru breytingarnar 1995 á stjórnarskránni sem í raun afnámu bæði persónufrelsi og tjáningarfrelsi. Í 3-4 greinum þar sem áður (fyrir 1995) voru ákvæði sem vörðu persónufrelsið (eignarrétt, tjáningafrelsi, friðhelgi einkalífsins, félagafrelsi og fundarfrelsi) skilyrðislaust var bætt við 2. málsgrein af vinstriliðinu á Alþingi (sem hatar allt persónufrelsi), sem kváðu um að það væri hægt að hunza 1. málsgrein. Þetta hefur aldrei verið gert í dönsku stjórnarskránni, sem var fyrirmynd þeirrar íslenzku.

Þessa annmarka stjórnarskrárinnar hef ég og aðrir oft bent á og lagt til að einu breytingar á henni sem væru nauðsynlegar væru að afnema þessar skaðlegu 2. málsgreinar sem bætt var við 1995. Því að með þessum viðbótum var í raun verið að afnema persónufrelsið í anda íslenzks sósíalisma.

Pétur D. (IP-tala skráð) 1.11.2014 kl. 13:24

17 identicon

Aha, nema það að fluttningsmaður stjórnarskrá breytingana 1995 var Geir H. Haarde og frumvarpið var samþykkt með 58 atkvæðum gegn 0, 5 ekki á staðnum.

.

Ég veit að það er rosalega gaman að níðast á frelsis hatandi vinstra liðinu í tíma og ótíma en það er flottara að hafa staðreyndir á hreinu þegar maður gerir það.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 1.11.2014 kl. 16:46

18 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Um hvaða frelsi eruð þið að deila?  Að útúrdrukkin manneskja hafi stjórnarskrárvarinn rétt til þess að trufla löggæsluna við störf? 

Er það á sömu forsendum og afsökunin:  "maðurinn var ofurölvi, þegar..."?

Kolbrún Hilmars, 1.11.2014 kl. 17:08

19 identicon

Já, vinstraliðinu á Íslandi er trúandi til alls ills, en það var Sjálfstæðisflokknum og Framsókn líka á þessum árum. Ertu viss um, Elfar, að stjórnarskrárbreytingarnar hafi ekki verið að undirlagi Alþýðuflokksins sem var í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum fram til 1995?

Því miður bjó ég ekki á landinu þá og gat ekki fylgzt með, enda hefði ég harðlega mótmælt þessu ódæði.

Pétur D. (IP-tala skráð) 1.11.2014 kl. 18:40

20 identicon

Já ég er viss. Enda getur stjórnarskrá ekki verið breytt á Íslandi nema tvö þing í röð samþykki hana sem gerðist 1995 þegar 92% þingmanna samþykktu hana í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks og síðan með 71% atkvæða eftir kosningar þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var tekin við. Í hvorugum tilfellum greiddi nokkur þingmaður atkvæði á móti breytingunum.

.

Öll skjöl varðandi breytinguna eru aðgengileg á vef Alþingis.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 1.11.2014 kl. 19:13

21 identicon

"Í hvorugum tilfellum greiddi nokkur þingmaður atkvæði á móti breytingunum."

Gjörsamlega ónýtt þing. Ekki furða þótt alþingismenn fái enga virðingu, þeir eiga enga virðingu skilið.

Það er hræðilegt til þess að hugsa, að ekki einn einasti alþingismaður gerði athugasemdir við allsherjar sviptingu persónufrelsis í stjórnarskránni. Minnir helzt á gömlu sovétin, þar sem þingmennirnir voru að vísu ekki kosnir, en samþykktu einróma í 70 ár öll mannréttindabrot sem lögð voru fyrir. Þeir höfðu ekki hugmynd um hvað þeir voru að greiða atkvæði um og þeim stóð nákvæmlega á sama.

Þegar Jóhannes skáld úr Kötlum spurði í ljóði sínu "Hvenær kemur þú, Sovét-Ísland?", þá er svarið: "1995".

Pétur D. (IP-tala skráð) 2.11.2014 kl. 01:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband