Verkalýðsdólgarnir

"Sé litið til 12 mánaða hækk­un­ar vísi­tölu kaup­mátt­ar þá hef­ur hún aðeins einu sinni áður mælst hraðari á þess­ari öld, en það var í júní 2007"

Það eru örfáir líðskrumarar í verkalýðnum. Þeir vildu stúta hagkerfinu og fá meiri nafnverðshækkun launa sem mundi þýða óðaverðbólgu og hverfandi kaupmátt.

Samtök atvinnulífisins sagði að með hóflegum hækkunum mun kaupmátturinn aukast.... og það er kaupmátturinn sem skiptir máli.

Líðskrumararnir blésu á þessa staðreynd og héldu áfram dólgshættinum.

Nú hefur komið í ljós að kaupmáttur launa hefur hækkað mikið.........  ekki bara hækkað mikið heldur aldrei hækkað eins mikið síðan árið 2007!!!!!

Hvað segir Vilhjálmur Bigisson við því?

hvells


mbl.is Hraðasti vöxtur kaupmáttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skal svara fyrir Vilhjálm, því ég veit hverju hann myndi svara.

Launavísitalan hefur hækkað um 5,7% á árinu ef ég man rétt.

Gylfi Arnbjörnsson og félagar sömdu um helmingi lægri launahækkun, eða 2,8% handa þeim sem minnst hafa.

Svo komu hálaunahóparnir og tóku 10-30% launahækkanir sem skila meðaltalshækkun upp á tæp 6% í heildina.

Sem þýðir að allt sem Vilhjálmur sagði var hárrétt.

Það var ekkert mál að hækka laun, og það verulega.

Enda var það gert.

Hjá öllum nema þeim sem Gylfi Arnbjörnsson samdi fyrir.

Enn á ný eru það tekjulægstu hóparnir sem bera byrðarnar af því að hækka kaupmátt þeirra sem mest hafa.

Sigurður (IP-tala skráð) 21.12.2014 kl. 23:42

2 identicon

"Niðurstaða samninganna var 2,8% almenn launahækkun, þó að lágmarki 8.000 kr. á mánuði. Sérstök hækkun lægstu launa var útfærð þannig að launataxtar undir 230.000 kr. hækkuðu um 9.750 kr., eða sem samsvarar 5% á lægstu byrjunarlaun. "

http://www.sa.is/frettatengt/eldri-frettir/laegstu-laun-hafa-haekkad-hlutfallslega-mest/

Hvells (IP-tala skráð) 22.12.2014 kl. 12:38

3 identicon

Þakka þér fyrir að staðfesta sjálfur að allt sem Vilhjálmur sagði stendur óhaggað.

Allir sem sömdu á eftir Gylfa Arnbjörns sömdu um miklu hærri, flestir margfalt hærri hækkanir en Gylfi, en samt er verðbólgan undir prósenti, og í raun undir núlli.

Þannig að það er alveg á tæru að það var leikandi hægt að hækka lægstu launin miklu miklu meira.

Sigurður (IP-tala skráð) 22.12.2014 kl. 12:53

4 Smámynd: sleggjuhvellur

nei

hvells

sleggjuhvellur, 24.12.2014 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband