Niðurgreiðum skuldir frekar

Úr Hagsjá Landsbankans. Vaxtagjöldin sem ríkissjóður ber eru ofboðsleg. Ekki eru þrýstihóparnir er fara fram á að þau lækki.

Sleggjan  hefur alltaf viljað niðurgreiða skuldir. Forgangsmál.

Bíðum með glórulausar hækkanir lækna umfram annarra á vinnumarkaði.

Bíðum með "leiðréttinguna". Réttara sagt sláum  hana af.

Setjum markílkvótann á frjálsan markað. Allir milljarðarnir sem fást beint í niðurgreiðslu skulda.

Skerum niður ýmis gæluverkefni.

 

Alvöru hægri menn. Alvöru skynsamir menn. Ættu að vera sammála.

 

Kv

Sleggjan


mbl.is Mjög óvenjulegar aðstæður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru fyrst og fremst erlendar skuldir ríkisins sem valda þessum vaxtakostnaði.

Þær skuldir verða ekki greiddar með krónum.

Þannig að peningurinn sem fer í lánaleiðréttingar eða launahækkanir lækna nýtast ekki neitt í að greiða niður þessar skuldir ríkisins.

Því miður.

Bara enn einn herkostnaðurinn af því að vera með krónuna sem gjaldmiðil.

Sigurður (IP-tala skráð) 6.1.2015 kl. 09:09

2 Smámynd: sleggjuhvellur

Sammála því

Svo þarf að skera báknið duglega niður.

Fækka opinberum starfsmönnum um helming.

hvells

sleggjuhvellur, 6.1.2015 kl. 21:47

3 identicon

Opinberir starfsmenn eru enn í dag töluvert fleiri en þeir voru fyrir bóluárin, og það eru engin haldbær rök fyrir því annað en báknið fékk að blása út.

Þeim þarf að fækka hraustlega.

Ég væri mikið til í að sjá t.d. tölur um starfsmannafjölda og launakostnað á landspítalanum 15-20 ár aftur í tímann.

Virkilega væri ég til í að sjá þær tölur.

Mætti segja mér að millistjórnendum hafi fjölgað um ca 300%, fullkomlega óþarft starfsfólk sem tekur laun sem væri betur varið í að fjölga læknum.

Sigurður (IP-tala skráð) 7.1.2015 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband