Barist við vindmyllurnar

Nú er hræðsluáróðurinn byrjaður. Menn ætla að berjast gegn tækninni.

Þeir sem "vilja ekki láta börnin sín í þessa bíla" geta panntað venjulegann taxa.

Þetta sníst um frelsi til að velja.

Ef menn vilja borga meira fyrir Taxa þá gera þeir það.

EF menn vilja fá far hjá random stranger þá geta þeir notað UBER.

 

Afhverju ætti stjórnmálamenn að reyna að hafa vit fyrir almenningi? Er almenningur svona heimskur í þeirra augum?

 

Er þá ekki næsta skref að banna að húkka sér far? ER það ekki jafnvel hættulegra?

hvells


mbl.is Glæpum fjölgi með komu Uber
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Leigubílstjórar á íslandi eru ekki með gljáfægða geislabauga þegar viðkemur þvi að framfylgja öllum lögum og reglugerðum nema síður sé, þá vefst enna helst fyrir þeim lög er varða skattaumhverfi þeirra. 

Serious (IP-tala skráð) 10.12.2014 kl. 23:45

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Þeir sem vilja ekki láta börnin sín í þessa bíla" geta panntað venjulegann taxa."

Ertu viss um að löglegir taxar verði til staðar ef þetta verður leyft?

Serious, leigubílstjórar fylgja skattalögum, ekki hægt að reka leigubíl öðruvísi í dag. Þetta var öðruvísi fyrir daga kortaþjónustu, þá var töluvert svigrúm til undanskota. Hlutfall staðgreiðslu í seðlum í dag er svo sáralítið að það skiptir ekki máli.

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.12.2014 kl. 00:32

3 identicon

"Afhverju ætti stjórnmálamenn að reyna að hafa vit fyrir almenningi?" Vegna þess að þeir eru kosnir til þess af almenningi. Megin hlutverk stjórnvalda er að setja lög til verndar almenningi. Þess vegna höfum við ekki vélbyssur í hyllum Bónus, heroin í sjálfsölum á Hlemmi og hland í bjórnum. Þess vegna höfum við hraðatakmarkanir, umferðaljós og bremsur. Þess vegna er ekki öllum frjálst að aka bíl, fljúga flugvél eða fjarlægja botnlanga. Þetta snýst ekki um frelsi til að velja, þetta snýst um öryggi almennings og að tryggja öryggi almennings er hlutverk stjórnvalda......En síðan má endalaust rífast um það hve langt í verndinni skuli ganga og hvort ekki væri mannkyninu til hagsbóta að gefa allt frjálst og láta þróunarkenningu Darwins vinna sitt verk.

Vagn (IP-tala skráð) 11.12.2014 kl. 01:39

4 Smámynd: Óli Jones

Svipað og Air BnB er að drepa hóteliðnaðinn á Íslandi?

Óli Jones, 11.12.2014 kl. 08:06

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mörg hótel kvarta reyndar yfir RBnB og segja skaðann tilfinnanlegan. Það er slæmt þegar svört atvinnustarfsemi gerir útaf við þá löglegu. Allir tapa á því þegar til lengri tíma er litið.

Ca. 80% innkomu hjá flestum leigubílum er um helgar og væntanlega yrði skaðinn mestur þá fyrir leigubílsstjóra. Þá hverfur gjörsamlega grundvöllurinn fyrir rekstri leigubíls. Leigubíla"iðnaðurinn" er mjög viðkvæmur fyrir svona innrás á markaðinn.

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.12.2014 kl. 10:15

6 identicon

jebb þetta er bara hræðsla við samkeppni.

Alexander Kristofer Gústafsson (IP-tala skráð) 11.12.2014 kl. 11:34

7 Smámynd: sleggjuhvellur

Kemur ekki á óvart að almenningur flestir eru að berjast gegn betri lífskjörum fyrir sjálfan sig og verja random sérhagsmuni.

Að sjálfsögðu verða venjulegir leigubílar ennþá til.

Þið öll sem kommentið hér munu aldrei nota UBER ekki satt?

hvells

sleggjuhvellur, 11.12.2014 kl. 13:25

8 Smámynd: sleggjuhvellur

Árétta að það eru hagsmunaaðiliar sem segja að glæpum muni fjölga. Stjórnmaálamenn voru ekki að segja það eins og hvellurinn gefur í skyn. Leiðréttist hér með.

Svo á maður aldrei að hlusta á hagsmunaaðila í neinum málum. Þau gæta auðvitað bara sinna hagsmuna og búið.

kv

Sleggjan

sleggjuhvellur, 11.12.2014 kl. 14:30

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Fjögur lönd hafa nýlega bannað uber, vegna slæmrar reynslu af fyrirbærinu, Spánn, Holland, Indland og Taíland.

http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2014/12/09/uber_bannad_a_spani/

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.12.2014 kl. 17:30

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

EF menn vilja fá far hjá random stranger þá geta þeir notað UBER.

Það á semsagt að byrja að rukka puttaferðalanga í peningum?

Sem hingað til hafa greitt fyrir farið með áhættutöku!

Hvort það sé breyting til hins betra skal ósagt látið.

Það fer sjálfsagt eftir því hvort þú ert farþegi eða ökumaður.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.12.2014 kl. 21:25

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Afsakið ég verð að leiðrétta þessa athugasemd hér á undan.

Eins og starfseminni er lýst þá stenst hún ekki íslensk lög.

Við það situr.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.12.2014 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband