11.12.2014 | 23:09
Þarft og jákvætt skref famávið fyrir heimilin í landinu
"Aðspurð hvort hún telji þjónustuna eiga erindi til Íslendinga segir hún: Ekki spurning. Því meiri samkeppni, því betra. Svo eru kostir Uber ótvíræðir vegna upplýsinganna sem er að finna í appinu og hins nýstárlega greiðslumáta sem hentar snjallsímaeigendum vel,"
Samkeppni er góð.
Verð lækkar
Þjónustan eykst.
Þegar UBER kemur til Íslands þá mun lífskjör almennings aukast til muna.
Uber er fyrir fólkið í landinu.
hvells
Þjónusta Uber svínvirkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nokkrum árum seinna verða svo helstu samgöngutækin innanbæjar alsjálfvirkir fólksbílar (án bílstjóra). Þjónusta á borð við Uber gæti lifað þá byltingu af (sem munaður sem fólk leyfir sér við sérstök tækifæri) en venjulegir leigubílar verða úr sögunni sem og strætisvagnar.
Birnuson, 12.12.2014 kl. 02:01
mbl áfram í sínum kynningarham. bíð reyndar alltaf eftir því að það komist að fleiri en eitt sjónarmið fram.
hvernig er það aukin samkeppni þegar í stað þess að nokkur fyrirtæki sjái um leigubílaakstur í hverri borg að þá sé eitt fyrirtæki (sem mörg af rikustu fyrirtækjum og aðilum í heimum eiga) séu stærstir í öllum heiminum?
hver veit hvaða verð uber bíður þegar þeir standa nánast einir eftir.
það er alltaf jafn gaman að sjá lífskjör almennings aukast sérstaklega þegar enn ein stéttin færist nær lágmarkslaunum.
hvernig aukast svo lífskjörin fyrir almenning þegar 30% af leigubílatekjunum streyma úr landi (minni skattinnheimta og tap á gjaldeyri), með tilfallandi mengun með alla bílana sem uber þarf á ferð fyrir sitt framboð svo að verðin séu lág, ekki er heldur hægt að segja að götunum hér vanti fleiri bíla á þær og hvert verður svo virði bílanna sem verður búið að keyra á endalaust fyrir nokkrar aukakrónur.
axel sprenglærður í hagfræðinni. það væri kannski nær fyrir hann að átta sig á af hverju fólki finnst hlutir eins og leigubílaakstur svona dýr og hvernig aukinn misjöfnuður breytir viðhorfi fólks.
magnús hvað með bílstjórann sem ég gef lága einkunn af því hann vildi ekki útvega fíkniefni?
það væri hægt að skrifa langan pistil um einkunnakerfið þeirra og misnotkunina sem það bíður upp á.
birnuson þar sem google er bæði stór fjárfestir í uber og virkir í þróun sjálfvirkum bílum að ef það er ekki næsta skref fyrir uber að þá er það eitt af þeim næstu.
tryggvi (IP-tala skráð) 12.12.2014 kl. 04:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.