18.2.2015 | 19:03
Íbúunum sjálfum að kenna
Íbúar kusu yfir sig XD í öll þessi ár. XD er þekkt fyrir að kunna ekki að fara með fjármál (fyrir utan Nesið og Grb).
".....hallarekstur hafi verið viðvarandi þar frá 2002 til 2014 samkvæmt úttekt endurskoðunarfyrirtækisins KPMG"
Þeir hafa verið í halla meira en tíu ár, nú er komið að skuldadögum, þá þýðir ekkert að væla í ríkinu. Það kom að öðrum flokkum en XD að þrífa upp skítinn eftir þá sjálfa. Alveg eftir bókinni.
Sleggjan bjó í Reykjanesbæ til 2008 þannig Sleggjan veit hvernig andrúmsloftið var í bænum. XD var best, aldrei gagnrýnt. Stjórnarandstaðan í bæjarstjórn reyndi að setja út á fjármálin hjá þeim, sýndu gögn sem sýndu svart á hvítu, þetta var allt hlegið út af borðinu.
Sorglegt að þrátt fyrir að Sleggjan sé alvöru hægri maður, þá þarf Sleggjan að vera mjög á móti XD í Reykjanesbæ.
Fleira merkilegt kom fram:
"Íbúar bæjarins munu nú finna fyrir afleiðingum þess að ekki var tekið á vanda sem safnast hafði upp. Stjórnendur bæjarins gripu ekki til ráðstafana til að stöðva þessa slæmu þróun heldur gáfu frekar í en hitt"
Íbúar reyndu að kenna öðrum um en svarið er:
Menn geta auðvitað haft á því ólíka skoðun hvort að eftirlitsnefndin hefði átt að leggja til harðari úrræði, svo sem að láta fara fram rannsókn á fjármálum sveitarfélagsins eða eitthvað annað í þeim dúr en hins vegar verður í því sambandi að hafa í huga að sveitarstjórnin hefur aldrei tilkynnt nefndinni um fjárþröng eins og skylt er samkvæmt sveitarstjórnarlögum ef um slíkt er að ræða, sagði Ólöf um ábyrgð eftirlitsnefndarinnar."
"Sveitarfélögin beri sjálf ábyrgð á sínum fjármálum enda sé það verkefni þeirra að lögum að gera það."
kv
Sleggjan
Reyknesingar líða fyrir stöðuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:05 | Facebook
Athugasemdir
Það liggur fyrir að það á að kreysta íbúana fyrir þessi mistök.
sorglegt
hvells
sleggjuhvellur, 18.2.2015 kl. 21:48
Nei,það er ekkert sorglegt við það.
Hvert einasta mannsbarn á landinu öllu hristi hausinn í heilan áratug yfir því hvernig gæti staðið á því að þessi flokkur næði aftur og aftur hreinum meirihluta þrátt fyrir að flokkurinn væri skipulega búinn að stela öllum eignum bæjarins og skuldsetja hann fjandans til í tóma vitleysu.
Allir læsir menn vissu fyrir 10-15 árum síðan hvert stefndi, samt var flokkurinn, ekki bara kosinn aftur heldur með hreinum meirihluta.
Það er engin leið að vorkenna þessu fólki fyrir að þurfa sjálft að taka afleiðingunum af þessari heimsku kjósenda á svæðinu.
Hægri menn hljóta að vera á móti XD allstaðar, ekki bara í Reykjanesbæ, sjallar eru ljórárum frá því að hafa neitt með hægri stjórnmál að gera.
Þetta er sérhagsmunaklíka þar sem "frjáls markaður" er hugtak dregið upp á tyllidögum en sést hvergi í verkum flokksins.
Sigurður (IP-tala skráð) 18.2.2015 kl. 21:57
Nokkuð til í þessu hjá þér Sigurður.
kv
slegg
sleggjuhvellur, 19.2.2015 kl. 00:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.